Red Cherry Eau Intense frá L’OCCITANE er æðislegur sumarilmur. Hann er sætur, rómantískur, seyðandi og kvenlegur.
Höfuðtónar ilmsins eru sítróna, appelsína og sólber. Grunntónar eru hvítur moskus, helitrope og ólífuviður. Þá er kjarninn vilt dalalilja, rauð kirsuber og hindber. Algjört nammi.
Ilmurinn kemur í snotru 50 ml. glasi en hönnun glasins byggist á litbrigðum kirsuberjatrjáa við sólsetur.
Red Cherry Eau Intense kemur ekki bara í glasi heldur er hann einnig fáanlegur í gelformi í lítilli túbu sem þú getur auðveldlega komið fyrir í veskinu þínu þegar þú ferð út á lífið.
Þessar umbúðir eru einstaklega sniðugar fyrir okkur spreyglöðu vinkonurnar.
Mun betra heldur en að burðast með ilmvatnsglas ásamt öllu hinum förðunarvörunum.
Ilmurinn er verulega góður og bæði glasið og umbúðirnar utan um eru sætar og smekklegar.
Tilvalin afmælisgjöf – sumargjöf handa góðri vinkonu eða þér sjálfri.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.