Ljósmyndarinn Raymond Meier er þekktur fyrir að taka tískuljósmyndir á ótrúlega sérstökum stöðum í heiminum, hann leitar að ýktri náttúru og öfgafullu hitastigi þegar hann velur sér stað til að ljósmynda á, t.d í japönskum snjóstormi.
Nýjasta verkefnið hans var fyrir New York Times T Magazine, Travel Issue. Þar sést t.d par af Miu Miu skóm á sjóðandi heitu hrauni á Hawaii (ef maður ætti þessa Miu Miu skó þá myndi maður nú ekki tíma að fara og skoða gosið í þeim, kosta 780 $). Hér eru þessar myndir og svo einhverjar eldri líka þar sem að náttúran spilar stórt hlutverk. Mikil snilld.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.