Það er líklegast ekki daglega sem fólk vinnur ferðir til Malawi í Afríku en hinn rauðbirkni Hjaldi Rögnvaldsson reyndist hinsvegar svo heppinn á dögunum.
Hjalti vann sér það til afreks að hlaupa heila 30 km á 3 vikum undir áskorun frá Toppi og hvern hlaupatúr merkti hann inn á Endomodo forritið. Í kjölfarið var hann svo dreginn úr hópi hlaupara og vann ferð á vegum Rauða Krossins og Vífilfells til Malawi þar sem unnið er að því að koma upp vatnsbrunnum. Horfðu hér á skemmtilegt viðtal við Hjalta.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=-P1Odf8k7kM[/youtube]
Alla síðastliðna viku hefur Hjalti svo dvalið í Malawi þar sem hann kynnti sér aðstæður fólks en þær eru svo lélegar að fimm ára börn ganga allt að sex kílómetra á dag til þess að ná í vatn.
Þetta eru lífsskilyrði sem við hér á Íslandi eigum harla bágt með að ímynda okkur en til að leggja okkar af mörkum hafa Rauði Kross Íslands og Toppur gert með sér samning um að af hverjum seldum Toppi renna 3 lítrar af hreinu vatni til Afríku.
Nú þegar hafa verið settir upp brunnar í þorpinu Mangochi sem þýðir að 7500 manns þurfa ekki lengur að ganga svo langa leið til að sækja vatn. Þar af eru flestar stúlkur á aldrinum 5-15 ára. Í kjölfarið hefur skólasókn aukist um 10%.
Ég hvet þig til að kíkja betur á þetta flotta verkefni hér og deila fréttinni á Facebook til að vekja athygli á málinu!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.