Til nokkurra ára hefur Alexander Jarl hefur notað listamannsnafnið Alli Abstrakt. Sem slíkur keppti hann fyrir Íslands hönd fyrir 2 árum í norrænni rappkeppni og hreppti 3. sætið en í gær frumsýndi tónlistarmaðurinn nýtt og skemmtilegt myndband.
Af þessu tilefni sendum við nokkar spurningar á drenginn sem rappar að þessu sinni um ástina, en ekki hvað?
Hvað varð um Alla Abstrakt?
Hann er lést sumarið 2013. Ég fékk nóg af því að gera sömu lögin aftur og aftur (no pun intended) svo ég kúplaði mig út úr tónlistinni í rúmt ár. Nú er ég hins vegar byrjaður aftur með nýjum áherslum og fíla ég mig mjög í þessari stefnu.
Hvernig myndirðu skilgreina tónlistina sem þú semur, spilar og syngur í dag?
Ég er ekki mikill aðdáandi skilgreininga þegar kemur að list, en ætli þetta falli ekki undir eitthvað hiphop/rnb/popp? Það ákveður bara hver fyrir sig!.
Myndbandið er líflegt og skemmtilegt. Hvernig var það gert?
Þetta var allt mjög óskipulagt og skemmtilegt. Við gerðum event á Facebook til að bjóða fólki að koma í partíið en steingleymdum svo að bjóða öllu fólkinu! Það reddaðist þó, húsið fylltist hratt þegar orðið barst og þetta var eiginlega farið úr böndunum áður en við vissum af. En allt í allt frábært kvöld, þó enginn sem mætti muni mikið eftir því!
Og að lokum: Hver er fegurðardísin í myndbandinu?
Aldís Amah heitir stúlkan, við vorum saman í bekk í Hagaskóla. Þegar ég kláraði lagið og var að brainstorma hugmyndir fyrir myndbandið þá kom eiginlega engin önnur stelpa til greina. Hún er líka að læra leiklist svo þetta hnýttist allt frekar vel saman!
Alli ætlar að spila nokkur lög á Center í Keflavík í kvöld, svo ef þú átt leið þar um…
[youtube]http://youtu.be/0vp6nxv1PRY[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.