Árið 2003, eða fyrir 10 árum síðan, tók ég þátt í fegurðarsamkeppni. Að hafa tekið þátt í þeirri “keppni” er eitthvað sem ég mun alltaf sjá eftir.
Það sem er fyndnast við þetta allt saman er að ég var sko staðráðin í því að taka þátt í keppninni. Ekki veit ég af hverju ég var svona ákveðin en ég vil kenna óþroska um og því að ég var á skrítnum stað í lífinu, ekki hamingjusöm og í raun alltaf að leita að viðurkenningu.
Í henni kom í ljós að ég var með “of stór læri” eftir margra ára fótboltaiðkun og það þyrfti að laga, ekki var sportlegur líkami minn nógu góður í slíka kroppasýningu og á næstu æfingu fengum við allar matardagbók og matseðil.
Ég var beðin að taka þátt árinu áður en þá fannst mér ég ekki nógu þroskuð (enda bara sautján ára), en viti menn þvílíkur þroski á þessu eina ári (eða þannig) og ég dreif mig í “prufu”.
Í henni kom í ljós að ég var með “of stór læri” eftir margra ára fótboltaiðkun og það þyrfti að laga, ekki var sportlegur líkami minn nógu góður í slíka kroppasýningu og á næstu æfingu fengum við allar matardagbók og matseðil.
Til að gera langa sögu stutta þá innihélt sá matseðill skyr, prótein og kjúkling. Þurrt og leiðinlegt fæði en ég hafði ekkert vit á hvað ég ætti að borða og kunni ekki að elda. Sem betur fer bjó ég ennþá hjá mömmu og pabba og mamma sá til þess að ég nærðist almennilega, annars veit ég ekki hvar þetta hefði endað þar sem að ég á það til að fara alla leið þegar ég tek mér eitthvað fyrir hendur. Er bara sú týpa.
Kjánalegar gönguæfingar
Gönguæfingarnar svokölluðu voru skrautlegar en þar vorum við látnar spranga um á bikiní og himinháum hælum fyrir framan spegla. Ég man vel eftir einni gönguæfingunni en sama dag hafði ég innbyrgt óvenju mikið af vatni og var því útbelgd. Þennan ágæta dag var potað í mig og sagt að þetta gengi ekki lengur ég yrði að fara að taka mig á!!
Eftir þessa æfingu brotnaði ég gersamlega niður en ég hafði mætt “samviskusamlega” á líkamsræktaræfingar 2x á dag og farið algjörlega eftir því sem mér hafði verið sagt að gera í mataræðinu.
Furðulegt kvöld
Kvöldið sjálft var frekar furðulegt og eftir keppnina sagði ein frænka mín við mig að hún hefði ekki þekkt mig á sviðinu, ég var ofurljóshærð, súkkulaðibrún með hvíttaðar tennur og hafði horast töluvert, það er víst standardinn í slíkum keppnum.
Eftir á að hyggja fannst mér ég bara hafa verið uppfyllingarefni sem þjónaði engum tilgangi, mikill peningur fór í keppnina, akstur í annað bæjarfélag, kjóll, skór, skart og margt margt fleira sem kostaði skildinginn og maður fékk ekkert í staðinn nema (að mér fannst) nema niðurlægingu fyrir að hafa tekið þátt í þessu rugli.
Já, mér fannst ég vera niðurlægð.
Ég er mikil keppnismanneskja að eðlisfari og mér fannst ég hafa brugðist sjálfri mér og öllum öðrum í kringum mig. Þegar ég kom heim þá grét ég og grét vegna þess að mér fannst þetta svo hrikalega skítt og eftirsjáin yfir þessu öllu saman var heilmikil.
Slæm reynsla
Við stelpurnar sem tókum þátt í keppninni erum ekki í miklu sambandi í dag eða engu. Ég eignaðist engar nýjar vinkonur í þessum hóp og öðlaðist ekki mikla reynslu úr þessu nema það að mér leið eins og einhverri ónytjungi úti í horni sem þurfti jú að vera þarna en samt sem áður var löngu búið að ákveða sigurvegara keppninnar og við hinar vissum það alveg. Þannig er þetta víst alltaf.
Ef ég gæti gefið stúlkum ráð í dag þá er það að taka ekki þátt í slíkri keppni. Það sem ég hef heyrt af þessum keppnum frá öðrum stelpum er að þeim fannst þetta ekki þess virði og vildu svo sannarlega taka þessa ákvörðun til baka og mörgum finnst þetta vera smánarblettur á sinni lífsleið. Fæstar eru stoltar af þessu.
Þetta er mín reynsla og margra annara en svo eru auðvitað einhverjar sem lýsa þessu öðruvísi.
Vona svo sannarlega mín kæra að þessi pistill sé hjálplegur og mundu að gera aldrei ekki hlutina fyrir aðra heldur sjálfa þig!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig