Okkur Pjattrófum datt allt í einu í hug að það væri gaman að geta gefið þér kassa með fallegum glaðningi fyrir bóndann þinn á bóndadaginn sem er 25. janúar nk.
Svo við ákváðum að kýla á það og höfum útvegað okkur 4 gjafakassa með dásamlegum Big Pony ilm frá Ralph Lauren.
Ilmir í Big Pony línunni eru fjórir og miða við fjórar ólíkar týpur af karlmönnum; sportlegan, ævintýragjarnan, munúðarfullan og tískumeðvitaðan en blái liturinn, sem er sportlegur og ferskur hefur verið söluhæsta varan í línunni og við ætlum að gefa hann í fallegum gjafakassa ásamt svitalyktaeyði. Fullkomið í ræktina og eftir góða sturtu.
Polo bolirnir frá Ralph Lauren hafa slegið rækilega í gegn hér á landi og þessir ilmir eru frábærir líka. Flaskan svo töff og auðveld í meðförum og hönnunin litrík og svöl.
Til að eiga möguleika á svona kassa fyrir bóndann þinn skaltu bara skilja eftir skilaboð við linkinn á þessa frétt inni á Facebook og jafnvel myndina líka (og ekki verra að láta sér líka við FB síðuna okkar í leiðinni ef þú ert ekki búin að því.