Nafn: Rakel Mjöll Leifsdóttir
Aldur: 23 ára
Búseta: Brighton, England
Hjúskaparstaða: Áhugaverð
Starf: Söngkona í dúettnum Halleluwah með Sölva Blöndal og nemandi í Listaháskólanum í Brighton að læra sjónlist og tónsmíðar
Uppáhaldsborg: Sumrin í Reykjavík, haustin í Berlín, veturinn í London & Brighton og vorið í New York
Stjörnumerki: Bogmaður
Hvað er tíska fyrir þér?
Ég var að velta því fyrir mér um daginn þegar ég leit yfir matsalinn í skólanum mínum og áttaði mig á því að hver einasti nemandi leit út fyrir að hafa verið í 90’s bíómyndinni ‘Clueless’ eða statisti í TLC tónlistarmyndbandi. Svo leit ég á sjálfa mig; ég var í magabol og með derhúfu. Fyrir ári síðan hefði ég aldrei trúað því að ég myndi ganga um í svona fötum. Ég á það til að tileinka mér tímabil og klæða mig eftir því. Í fyrra var ég hugfangin af 1940 stílnum (stríðsáratískunni) og safnaði mér flíkum frá því tímabili. Tíska er innblásin af umhverfi þínu. Hvort sem að innblásturinn er frá uppáhalds söngkonu þinni, leikkonu í Downtown Abbey eða frá ömmu. Fataskápurinn minn er troðfullur af flíkum af ömmu minni sem ég á enn eftir að skila henni.
Uppáhalds flíkin núna? Kosturinn við að búa í Englandi er hversu auðvelt það er að versla á netinu. Uppáhalds flíkin í dag er svart hvítt kimono sem ég fékk frá Monki.com í fyrradag.
Must have í fataskápinn? Loðfeldur til að klæðast í köldum húsum í Englandi og á Íslandi í hvert einasta skipti sem ég stíg út úr húsi á veturna.
Mesta persónulega fashion fail hjá þér?
Þegar ég var 14 ára var mér sagt að brjóstaskorur væru cool. Bolir sem sýndu brjóstaskoru voru vinsælir. Svo ég keypti mér push-up haldara, klæddi mig í kjól vinkonu minnar og fór á ball. Þetta var ekki fyrir mig.
Hvaða trend finnst þér flottast nú í vetur? Rakel Unnur vinkona mín er stílisti en ég verð oft fyrir valinu sem tilraunadýrið hennar. Stundum horfi ég á flíkina og segi ‘Ónei, þetta mun ekki virka’ en það er ótrúlegt hvað hún hefur oft rétt fyrir sér. Ég er mjög hrifin af derhúfu- og Disney bola trendinu. Meira af því!
Hvaða snyrtivöru kaupirðu aftur og aftur? Á sumrin nota ég ekki snyrtivörur en á veturna finnst mér stundum gaman að vera með rauðan MAC varalit eða svartan eyeliner frá Body Shop.
Galdurinn að góðu útliti? Sundferðir og vinátta.
Tísku Icon sem þú heldur upp á? Solange Knowles er í miklu uppáhaldi hjá mér. Einnig stjörnurnar úr frönsku nýbylgunni; Anna Karina, Brigitte Bardot og Catherine Deneuve. Annars er ég meira hrifin af því sem vinkonur mínar klæðast, svo mikið af flottum og smekklegum konum í Reykjavík.
Hvaðan færðu innblástur/hugmyndir að því sem þú klæðist Frá vinum. Á sviði finnst mér lang skemmtilegast að vera í flíkum sem að vinir mínir hanna. Ragna Bjarnadóttir, nemi í fatahönnun í LHÍ, hefur hannað á mig þvílíka kjóla frá því ég kom fyrst fram á Söngvakeppni framhaldsskólanna. Tanja Huld Levý, sem er í textílhönnun í Myndlistarskólanum hannar svo dásamlegar flíkur. Annars elska ég að fara í Kiosk á Laugaveginum, Kyrja eftir Sif Baldursdóttur og Hildur Yeoman eru í miklu uppáhaldi!
Eitthvað að lokum? Ég mæli með því að horfa á Fresh Prince of Bel-Air fyrir svefninn (Will Smith bræðir mitt litla hjarta) og drekka engifer te nokkrum sinnum á dag.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.