Rakel Garðarsdóttir hefur um nokkurra ára skeið starfað við kvikmyndagerð og framleiðslu. Hún er framkvæmdastjóri Vesturports og er þar af leiðandi umvafin leikurum.
Bróðir hennar er þokkakóngurinn Gísli Örn Garðarsson og maðurinn hennar, sem heitir Björn Hlynur, þykir ekki síður þokkafullur. Rakel á 1764 vini á Facebook og fæst þeirra vita þetta…
Áttu auðvelt með að sofna á kvöldin eða hugsarðu of mikið?
Það er rosalega misjafnt – en það er yfirleitt ekki hugsanirnar sem halda mér vakandi..
Til dæmist eftir æfingar með FC –Ógn er oft erfitt að róa sig niður og þá tek ég magnesíum í duft formi og þá sofna ég um leið… mæli með því.
Hefurðu séð draug, álf eða geimveru?
Já veistu það að ég er ekki frá því. Mér finnst allavega fallegra að trúa á að það sé eitthvað meira, annars væri allt svo tilgangslaust. Ég er í engri stöðu til að dæmu um að hvort það sé t.d líf eftir dauðann… það er bara ein leið til að komast að því. En ég er alin upp við það að trúa á spírítísma og trúi á það. Að sjálfsögðu trúi ég líka á líf á öðrum hnöttum og víddum, annað væri nú bara fáránlegt og þröngsýni – maður fer á mis við svo margt skemmtilegt ef maður horfir á lífið í gegnum þröngt rör… það er ekkert fyrir mig.
En ég er með tilgátur um þetta allt saman sem rúmast ekki í einu svari… þið verðið bara að bíða eftir bókinni….
Þekkirðu óvenjulega marga einstaklinga í sama stjörnumerkinu?
Ég er sjálf tvíburi og það er eins og ég laði aðra tvíbba að mér… þekki alveg rosalega marga í því merki… ( enda segir það sig sjálft að þar fer eðal hópur…).
ég er lítið í slíkum fjárfestingum – finnst fáránlegt að kaupa of dýr föt þar sem gæði og verð fara ekkert alltaf saman.
Áttu uppáhalds hönnuð?: Ég fíla hana Báru í Aftur alltaf ansi vel þar sem mér finnst svo frábært konsept hjá henni og flott föt, sem og að Mundi er töff. Af útelnskum finnst mér t.d Isabel Marant flott. Að sjálfsögðu finnst mér líka geðveikt flott föt í Vogue og þessum blöðum en þar kostar jakki jafn mikið og húsið mitt… og ég er lítið í slíkum fjárfestingum – finnst fáránlegt að kaupa of dýr föt þar sem gæði og verð fara ekkert alltaf saman. Í hinni frábæru bók Gomorrah er t.d uppljóstrað um hvernig sum af þessum tískuhúsum koma fötunum sínum á markað og það eru ekki fallegar leiðir… Svo útskýrir MadMan þetta líka ansi vel – hversu auðvelt það er að láta konur borga massa mikið fyrir eitthvað sem þarf ekkert að vera svo dýrt….
Flottasta fyrirmyndin?
Vigdís Finnbogadóttir, Angelina Jolie og Emmanuel Alt þegar það kemur að konum. En svo eru Björn Hlynur og Gísli Örn með ansi góða lífsýn og margt hægt að læra af þeim.
Uppáhalds tímasóunin? Lít ekki á neitt sem ég geri sem sóun á tíma…
Hvert er næsta tilhlökkunarefnið í lífi þínu?
S-Kóreu ferð með Vesturporti sem hefst á laugardaginn – mun reyna að halda úti bloggi um ferðina á heimasíðu Vesturports
Hvaða 5 hluti tækirðu með út í geim?
Ég færi bara aldrei útí geim… er með of mikla innilokunarkenndi í þessar skutlur.
Hvernig bíl langar þig í? Bens jeppa…eða amerískan pikk up…
Nefndu 5 uppáhalds bíómyndirnar þínar:
- Goodfellas
- Drive
- PJ20
- As Good as it gets
- American History X
Hefurðu verið ástfangin af poppstjörnu? Ég er ástfanginn af poppstjörnu… eða reyndar er hann rokkstjarna… platan fer að koma..
Hvaða mistök gera pör helst í samböndunum sínum?
Það veit ég nú ekki – lítið stundað það að taka að mér pör í vanda… en ég býst við að mistökin séu jafn mörg og samböndin eru… ætli það sé ekki bara þegar pör reyna að hanga saman en leiðist félagsskapur hvors annars.. þá get ég mælt með að fólk hætti saman og verji tíma sínum í eitthvað skemmtilegra.
Hvað er skemmtilegast við það sem þú ert að gera núna? Líf mitt er skemmtilegt.. allt sem ég er að fást við þessa dagana er súper skemmtilegt, hvort sem það er vinnan, skólinn, fótboltinn eða bara hið daglega líf… dúndur stuð hjá mér..
En erfiðast? Að reyna að finna mér auka klukkutíma… ég bara finn þá ekki eins og ég leita…
Hvaða kaffihúsi/veitingastað viltu mæla með?
Sushismiðjan niðri við höfn er geggjaður – þangað fer ég oft í viku…
Hvaða starf myndirðu velja þér ef þú værir ekki að gera það sem þú ert að gera núna? Forseti Íslands, Leynilögga eða Fangelsismálastjóri….
Hvað ertu að fara að gera á eftir? Þá er ég að fara skutla syni mínum í tökur á Mið –Íslandi, fara á nokkra fundi vegna vinnunar, mat til mömmu og samlestur í kvöld.
Að lokum: Heilræði til okkar hinna?
Að taka lífinu með stakri ró og bros á vör.. sleppa allri dramtík og stressi… það eru algjörlega óþarfir hlutir.
Life is what you make it, þannig er það og þannig hefur það alltaf verið.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.