Lesandi sendi Pjattrófunum fyrirspurn í sambandi við rafmagnað hár og hér kemur svarið frá sérfræðingunum okkar á Salon Veh:
Rafmagn kemur í hárið ef að það er þurrkur í hárinu en þú getur náð því niður með prótínríkri hárnæringu og góðri umhirðu.
Oftast fáum við rafmagn í hárið á þessum tíma og á veturnar, því að veðrið þurrkar líka hárið, frost og hiti og rigning til skiptis, svona týpískt íslenskt veður er ávísun á að fá rafmagnað hár.
Rakatæki í herbergin geta hjálpað til við að draga úr þurru lofti og minnka þannig rafmagn í hárinu og svo er líka gott að setja svolítið gel eða hárkrem í hárið (bara pínulítið) eftir að þú ert búin að þurrka það.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.