Elsti skoti jarðar er 109 ára og heitir Jessie Gallan. Hún er fædd og uppalin á tveggja herbergja bóndabæ í skoskri sveit með fimm systrum og einum bróður.
Spurð að leyndarmálinu að baki þessa langlífis segir sú gamla: „Borðaðu hafragrautinn þinn og haltu þig frá karlmönnum!”
„Þeir eru ekki þess virði. Þú uppskerð ekki eins og þú sáir með karlmenn,” sagði Jessie í viðtali við dagblaðið Daily Mail og tók líka fram að það borgaði sig að stunda líkamsþjálfun.
„Ég hef passað upp á að stunda allskonar þjálfunaræfingar, ganga mikið, borða heitan og góðan hafragraut á hverjum morgni — og ég hef aldrei gift mig!”
Á 108 ára afmælisdeginum var hún líka spurð út í leyndarmálið en þá var ekkert talað um karlmenn. Bara hafragraut.
Hún er sú elsta í Skotlandi en ekki sú elsta í heimi. Elsta manneskja jarðar er Misao Okawa frá Japan en hún fagnaði 116 afmælisdegi sínum í Mars. Hún hefur verið ekkja í yfir 83 ár (bóndinn dó árið 1931) en af þessu mætti ætla að kenningar Jessie standi heima. — Láta karlana eiga sig stelpur, það er að segja ef þú vilt eldast eins og tré.
Á síðasta ári var gerð rannsókn í Bandaríkjunum sem leiddi í ljós að langlífi orsakast yfirleitt af því að fólk eyðir góðum tíma með vinum sínum og stundar líkamsþjálfun.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.