Naomi Campbell er mætt með nýjan ilm – Queen of Gold.
Ilmirnir frá Naomi hafa að mínu mati verið góðir og er Queen of Gold þar engin undantekning.
Queen of Gold tilheyrir flokki austrænna, viðar- og ávaxtakenndra ilmvatna en Naomi vildi búa til ilm með djörfum og framandi tónum fyrir nútíma gyðjur.
Grunnurinn að þessum ilm er vanilla, dökkt súkkulaði og sandelviður. Blómablandan er úr blöðum rauðrar rósar, stjörnujasmín og gullinni fresíu sem er tákn konunglegs kvenleika. Ilmblandan inniheldur líka gula peru, ástaraldin og keim af sólberjalíkjör (blackcurrant cream) sem gerir ilminn einmitt svo mjúkann.
Að mati notenda Fragrantica.com er þetta haust- og vetrarilmur sem passar best á kvöldin.
Ég er hrifin af þessum nýja ilm frá Campbell og myndi lýsa honum sem seyðandi og mjúkum. Ég spreyja honum á mig á daginn jafnt sem kvöldin en ég er sammála notendum Fragrantica.com um að hann henti sennilega best að kvöldi til.
Queen of Gold er ilmur fyrir nútíma gyðjur sem hentar vel þegar farið er út á lífið eða eitthvert rómantískt með ástinni, enda ilmurinn einstaklega munúðarfullur.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.