Drykkja, reykingar og framhjáhald. Hún var enginnn engill hún Margrét heitin, systir Elísabetar Englandsdrottningar, en til stendur að gera kvikmynd um kvöld í lífi þeirra systra.
Myndin á að heita Girls night out og segja frá því þegar prinsessurnar stungu af úr höllinni til að fagna lokum seinni heimstyrjaldarinnar með almúganum. Myndin verður bæði rómantísk og spennandi en í henni mun rísandi bresk stjarna, Juno Temple, leika Margréti.
Framhjáhald
Margrét prinsessa var heillandi karakter og á sínum tíma mjög uppreisnargjörn miðað við það sem tíðkaðist hjá kóngafólkinu. Hún var einskonar Royal Rebel.
Aðeins 22 ára vildi hún fá að giftast manni, Peter Townsend, sem var 16 árum eldri en hún. Sá var jafnframt fráskilin og átti tvö börn frá fyrra hjónabandi. Að sjálfssögðu tók höllin ekki vel í þetta og hún neyddist til að giftast ljósmyndaranum Antony Armstrong Jones. Hún var ekki hamingjusöm í því sambandi og átti nokkuð marga ástmenn þar til þau skildu eftir 18 ára hjónaband árið 1978.
Djammaði með Mick Jagger
Margrét bæði reykti og drakk alltaf mikið og hafði verulega gaman af samkvæmum. Þegar hún gifti sig fékk hún að gjöf risastóran landskika á einkaeyju í Karíbahafi og ekki leið á löngu þar til hún hóf að halda þar skipulögð samkvæmi fyrir annað fólk en það sem vanalega mætti til samkvæma í höllinni. Þetta voru þá frumkvöðlar í viðskiptalífinu, rokkstjörnur, selebbar og listamenn. Mick Jagger var til dæmis reglulegur gestur á eyjunni hennar Margrétar og sagan segir að þar hafi meðal annars verið prófuð einhver eitulyf, fólk hafi dansað djarflega og synt nakið í nóttinni svo fátt eitt sé nefnt.
Ástfangin af yngri manni
Þegar Margrét var enn gift og komin á fimmtugsaldur varð hún ástfangin af Roddy Llewellyn sem var 17 árum yngri en hún. Á sama tíma birtust af henni djarfar bikinímyndir þar sem þau Roddy voru að hafa það gott saman á ströndinni. Það vakti sérstaka athygli í hversu góðu formi prinsessan var en hún lét taka bæði börn sín með keisaraskurði og var ávallt klædd í glamúrus stutta kjóla og samkvæmt tísku hvers tíma.
Hún var jafnframt annáluð fyrir skemmtileg tilsvör og var af því tilefni kölluð “Serene Highness” af vinum en einn þeirra, Gore Vidal, samfélagsrýnir, blaðamaður og rithöfundur sagði alltaf um hana að hún hefði verið allt of gáfuð til að gegna því hlutskipti sem lífið gaf henni.
Eða með hans orðum: “She was far too intelligent for her station in life.”
Það verður spennandi að sjá kvikmynd um þessa áhugaverðu prinsessu en myndin er væntanleg til sýninga síðla sumars. Vonum að hún komi til landsins!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.