Í gær byrjaði tónlistar og menningarhátíðin Jónsvaka með pompi og prakt og skellti ég mér að því tilefni á tískusýningu “pop-up hópsins” sem skipa marga hæfileikaríka og skemmtilega hönnuði með fatnað, skart og töskur.
Ég sá margt fagurt og þótti sérstaklega gaman að sjá hversu vel var vandað til verka hjá flestum hvað varðar saumaskap og frágang.
Ég ætla að fjalla sérstaklega um nokkra hönnuði á næstu dögum og mæli eindregið með að allir kíkji við í Hafnarhúsinu um helgina og versli sér eitthvað fallegt og alíslenskt!
Pop-up verslunin verður aðeins í Listasafni Reykjavíkur (Hafnarhúsi) dagana 26-27 júní, ekki missa af því… allir í bæinn!
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.