Í Hugmyndahúsi Háskólana að Grandagarði 2 verður hægt að nálgast flottan varning um helgina en þá býður PopUp verslun öðrum hönnunar fögum að taka þátt og því úr mörgu að velja í jólapakkann.
“Við verðum með ýmislegt spennandi úr hönnunarflóru Íslands, en þar má nefna, fatnað á dömur og herra, fylgihluti, púsl og spil, jólaskraut, mat, barnaföt, leikföng og vörur fyrir heimilið,” segir í tilkynningu frá þeim.
Meðal hönnuða sem þarna selja verk sín eru Áróra, Eygló, Eight of hearts, Oddný Magnea, Forynja, Stáss og Go With Jan svo fátt eitt sé nefnt.
Ég skora á þig að líta þarna við því það er um að gera að styðja við einstaklingsframtakið og velja íslenskt í leiðinni!
Markaðurinn opnar kl 11 í fyrramálið (laugardaginn 4 des) og verður opin til kl 18 á sunnudag.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.