Fyrir þremur mánuðum rakst ég á skemmtilegustu afþreyingarsíðu sem ég hef nokkur tíman séð. Hún heitir Polyvore og er fullkomin fyrir tískuáhugafólk og kaupalka…
…Þessi síða snýst um það að þú getur raðað saman mismunandi flíkum, aukahlutum, ljósmyndum og bara öllu því sem þér dettur í hug og úr því verður eitt heildar ´look´(sem kallast ´set´).
Polyvore síðan byggir á einum RISA gagnagrunni af hlutum, svo geta notendur síðunnar fært inn nýja hluti í þennan gagnagrunn þannig að þú getur fundið allt milli himins og jarðar.
Í byrjun var Polyvore bara hugsuð sem síða til að raða saman einföldu dressi en núna er þetta orðið svo miklu meira, sumir sem hafa áhuga á innanhús hönnun nota þetta til raða saman húsgögnum, aðrir setja saman ljósmyndir og búa þannig til ´listaverk´.
Það sem mér finnst best við Polyvore er að þú getur flakkað um og skoðað hvað aðrir hafa verið að gera og ´líkað við´ og skrifað athugasemdir hjá þeim. Einnig er mjög skemmtilegt að taka þátt í samkeppnum, þá er eitthvað þema sem fólk á að vinna með og svo er dæmt eftir nokkra daga.
Endilega skráið ykkur á Polyvore og prófið ykkur áfram ef þið hafið áhuga: Polyvore
Hér eru svo nokkur ´set´eftir mig og fleiri:
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.