Við Pjattrófur gerðum okkur dagamun um daginn og fórum í Bláa lónið þar sem við tókum heilan dag – bara fyrir okkur sjálfar.
Börnum var komið í pössun, frí var tekið úr vinnu og aðrar ráðstafanir gerðar til að hægt væri að njóta þessarar ljúfu stundar í botn og það gerðum við svo sannarlega! Við höfum, sjáðu til, komist að þeirri niðurstöðu að það sé konum algerlega nauðsynlegt að slaka vel á með reglulegu millibili eigum við að halda góðri heilsu og hvað er mögulega betur til þess fallið en að upplifa heilan SPA dag í Bláa Lóninu með góðum vinkonum?
Það má segja að við höfum gert eins vel við okkur og hugsast getur. Við byrjuðum á að borða dásamlegan hádegismat á LAVA Restaurant og fórum svo í Betri stofuna þar sem við fengum ferska ávexti með bræddu súkkulaði, drukkkum hvítvín og fórum á trúnó (snilld fyrir ‘gæsun’). Svo var farið út í Lónið sem hefur þann undraverða eiginleika að vinda úr manni allt stress og þreytu um leið og húðin stinnist upp og hörundið verður silkimjúkt.
Er mögulega hægt að hugsa sér eitthvað betra? – og það allt á ÍSLANDI!
Skál Teri Hatcher!
PS. Við bendum á að það eru sætaferðir á kls fresti frá BSÍ að Bláa Lóninu 😉
MYNDIR: Sigrún Þöll og Margrét
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.