Reiðhjólaversluninni Erninum
Frábær þjónusta, flott reiðhjól… og núna er rétti tíminn til að kaupa sér nýtt hjól fyrir sumarið.
Kurteisi
Þegar karlmenn eru herramenn — Díana var að bögglast við að koma kerrunni inní frú Berglaugu þegar einn kom hlaupandi upp götunna bara til að hjálpa. Dásamlegt. Blót, frekjugangur og ruddaskapur eru off!
Vínilplötum á fóninn
Svo kósý, falleg umslög og þær hljóma einfaldlega betur.
Sundlaug Álftaness
Mjög flott, öldulaug og kreisí vatnsrennibraut! Frábært til tilbreytingar á Sunnudegi að keyra út á Álftanes og hafa það gaman. Kíktu HÉR á heimasíðuna.
Happi í Höfðatorgsturninum
Einfaldlega geggjaðar pizzurnar þeirra! Allt rosa hollt og gott og brakandi ferskt.
Hjálpræðishernum úti á Granda
Frábær lítill flóamarkaður með fötum, leikföngum, húsgögnum, plötuspilurum og allskonar dótaríi á mjög heppilegu verði. Þangað er líka hægt að keyra með dótið og um leið ertu að styrkja m.a. ógæfufólk borgarinnar. Í næsta húsi er svo steinabúðin þar sem hægt er að fá flotta innigosbrunna og steinalampa.
Fyrirgefningunni
Langvarandi reiði er niðurdrepandi og sálarskemmandi. Statusinn hjá Tolla málara (og ofurbúddista) var svona í gær…
Þegar Alí Baba heimsþjófur og foringi ræningjanna 40 var spurður af því hver væri mesti þjófurinn svaraði hann að bragði það er reiðin. Langtímasamband með réttlátri reiði rænir þig allri lífshamingju og lífsgildum, leiðin út úr því er fyrirgefning sem tengir þig kærleik og hamingju.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.