Frú Berglaugu á horni Smiðjustígs og Laugavegar (þar sem áður var Skarthúsið):
Fallegt kaffihús. Einstaklega vel heppnaðar innréttingar, kurteisar og skemmtilegar starfsstúlkur og fjölbreyttur matseðill. 70’s matur í hádeginu. Gott pláss, stór borð, hátt til lofts og vítt til veggja. Góð og gamaldags ‘dönsk’ stemmning á notalegum stað.
Skóvinnustofu Halldórs Guðbjörnssonar á Hrísateigi 19:
Frábær skósmiður sem gerir vel við skóna þína og er ekki lengi að því. Þér er óhætt að skreppa til Halldórs með skóna. Hann skilar þeim heilum, fallegum og vel pússuðum og það sem betra er… hann okrar ekki á þér.
Kókossúpunni á Núðluskálinni.
Stútfull af ilmandi ferskum kryddjurtum, grænmeti og kjúkling með hressandi chili-keim. Algjörlega í uppáhaldi á köldum febrúardögum.
Bobbi Brown Tinted Moisturer
Litað dagkrem sem er líka til í fallegum ljósum litum fyrir fölar skvísur og gerir kraftaverk fyrir þurra, líflausa húð. Lætur þig líta út eins og nýútsprungin – og óförðuð- rós!
Kjólunum frá Helicopter
Við elskum fallegu hönnunina hennar Helgu Lilju undir merkinu Helicopter. Sætir, sexý, þröngir, víðir, stuttir kjólar sem henta á allar pjattrófur, meira að segja þær óléttu.
Svarta svaninum hennar Natalie
Kvikmyndin Black Swan er vel bíóferðarinnar virði. Myndin, sem er eftir leikstjórann Darren Aronofsky er bæði verulega falleg áhorfs og einstaklega „krípí“ og þú verður pottþétt með gæsahúð í nokkra daga þegar þú lítur í spegilinn.
Rauðvínsglasi á Rósenberg
Ertu komin/nn með leið á Boston og Bakkus og langar að setjast niður í næði og spjalla við vinina? Kaffi Rósenberg á Klapparstíg er afskaplega kósý staður þar sem bæði er hægt að fá sér mat og drykk og ekki spillir fyrir að þar er oft „live“ tónlist á kvöldin.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.