Við Pjattrófur skelltum okkur fyrir skemmstu í smá sveitaferð saman enda fátt nauðsynlegra en almenninleg húsmæðraorlof svona á milli lota.
Förinni var heitið að Grímsborgum í Grímsnesinu en það er sannkallaður ævintýrastaður! Um er að ræða bústaði sem eru í raun ekki sumarbústaðir eins og við Íslendingar eigum að venjast heldur fullbúin einbýli, með dýrindis rúmum, sængum og öllu til alls. Þú kemur semsagt bara eins og þú ert klædd og það er allt til alls á staðnum.
Í þessum dýrðarhúsum er hátt til lofts og vítt til veggja svo vel fer um alla sem þangað koma. Herbergin eru öll einstaklega smekkleg og því unun fyrir fagurkera að heimsækja Grímsborgir. Í raun er staðurinn svo til fyrirmyndar að hann hefur verið valinn sá allra besti sinnar tegundar hjá Trip Advisor og fær þar 96% jákvæða einkunn. Þetta eru þó ekki aðeins útlendingar sem þarna koma heldur getum við íslendingar auðvitað nýtt okkur dýrðina þegar við viljum.
Það er til dæmis kjörið; að leigja hús yfir helgi eða eina nótt með stóru ástinni (toppar flestar hótelsvítur), að halda stórafmæli í Grímsborgum, fagna jólum eða páskum eða hreinlega gifta sig og halda brúðkaupið á Grímsborgum… eða fara með saumaklúbbnum í vellystingaferð eins og við gerðum! Hefðarkettirnir sem við nú erum.
Þar sem þetta var einskonar húsmæðraorlof var þemað okkar auðvitað aðþrengdar eiginkonur eða sloppadísir (ekki kerlingar) og við gerðum okkur fínasta brunch, borðuðum girnilegar bökur og kökur og skáluðum í Mõet & Chandon, enda ekkert annað í stöðunni en að gera extra vel við sig þegar maður er komin í slíkt himnaríki. Fallegt skal það vera!
Fyrir utan það að Morgunblaðið birti jú sunnudagsopnu um ferðina okkar svo það var um að gera að tjalda öllu til.
Bröns hlaðborðið okkar tókst endalaust vel en galdurinn á bak við þessa fegurð er að hafa matinn á mismunandi upphækkunum og sem allra litríkastan. Túlípanarnir voru svo punkturinn yfir i-ið og við nutum okkar alveg í botn.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.