Við Pjattrófur erum miklir aðdáendur Bláa Lónsins enda ekki allir sem eru svo heppnir að hafa SPA á heimsmælikvarða í bakgarðinum hjá sér.
Við reynum að fara saman í Bláa Lónið með reglulegu millibili enda ekkert pjattrófulegra en að bera á sig maska, borða sushi, drekka hvítvín og skemmta sér á meðan líkaminn er fegraður í leiðinni! Og þetta gerðum við síðasta fimmtudag, bæði til að fagna afmæli Tinnu pjattrófu og líka til að halda upp á að til 15 ágúst er hægt að vera í lóninu til klukkan 00:45 eftir miðnætti!
Yfirleitt eru flestir ferðamenn farnir úr lóninu þegar kvölda tekur og því æðislegt fyrir okkur heimamenn að njóta lífsins í sumarnóttinni.
Við mælum heilshugar með að vinkonuhóparnir, eða vinafólk skelli sér því það er einfaldlega meira gaman og öðruvísi að skemmta sér saman í Bláa Lóninu en í miðbænum.
Þið getið líka pantað stóran leigubíl en kostnaðurinn verður ekki mikill þegar honum er t.d skipt niður á 8 farþega.
Og við skorum á ykkur að gefa ykkur nægan tíma því það er aldrei nægilegur tími í lóninu. Hann líður bara of hratt. Kannski er bara best að mæta kl 9 að morgni þegar Bláa lónið opnar (já eða örlítið síðar).
Þið getið byrjað dekrið með því að borða á Lava, fara svo í lónið og þaðan tandurhreinar beint í bólið til bóndans eða byrja í Bláa Lóninu, fara svo á Lava að borða og þaðan með miðnæturrútunni í bæinn.
Hvernig sem þið kjósið að hafa þetta þá mælum við Pjattrófur allar heilshugar með þessari frábæru skemmtun. Og við minnum líka á Vinaklúbb Bláa Lónsins en með því að skrá þig í hann geturðu verið viss um að fá alltaf bestu verðin og góða afslætti.
Hér eru myndir af ferðinni okkar á fimmtudaginn – Draumur í dós!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.