Þær sem verða í bænum um páskana verða ekki sviknar því í fyrsta sinn verður Tónlistarhátíðin Páskagleði haldin í Listasafni Reykjavíkur – laugardaginn 30. mars.
Á tónleikunum koma fram listakonur og menn sem öll eiga það sameiginlegt að spila tónlist sem einkennist af gleði og það á heldur betur við um páskana.
Ásgeir Trausti fer þar fremstur í flokki en hann kemur fram ásamt hljómsveit sinni. Ásgeir kemur ferskur heim frá Bandaríkjunum þar sem hann er á tónleikaferð þessa dagana; Spilar í Boston, Texas, Toronto, San Francisco, New York og víðar.
Í viðtalinu sem hægt er að horfa á hér segir hann aðeins frá því sem er á döfinni næstu mánuði…
Hann er búinn að semja við útgáfufyrirtækið One Little Indian (sem Björk var lengi hjá) og ætlar meðal annars að gefa plötuna sína, Dýrð í dauðaþögn, út með enskum texta út um allan heim en platan seldist í 24 þúsundum eintaka hérlendis og vann til ferna verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2012.
Sísý Ey kemur einnig fram á Páskagleðinni en þessi upprennandi hljómsveit hefur heldur betur komið á óvart undanfarna mánuði.
Lagið þeirra Ain’t Got Nobody hefur verið að gera góða hluti á X-977 undanfarnar vikur. Þá komu þau skemmtilega á óvart á Sónar hátíðinni og fengu einróma lof gagnrýnenda.
Hinn íðilfagri DJ Margeir, einn þekktasti og hæfileikaríkasti plötusnúður landsins, kemur einnig fram líkt og söngvarinn Daníel Ágúst úr GusGus.
Þórunn Antonía kemur fram ásamt Berndsen og ætla þau að spila sína skemmtilegu danstónlist sem kemur öllum út á gólfið. Hér má sjá viðtal við Þórunni um tónleikana.
Við hér á Pjatt.is eigum fjóra miða til að gefa lesendum okkar! Það er að segja að tvær heppnar fá tvo miða. Einn fyrir sig og einn fyrir vin eða vinkonu.
Smelltu þér á FB síðuna okkar og skildu eftir athugasemd við þennan hlekk til að eiga möguleika. Svo drögum við út nöfn í dag og ekki gleyma að fylgjast með á FB síðunni til að kanna hvort nafnið þitt hafi verið dregið út.
Þess má svo geta að þau fyrstu sem mæta á tónleikana fá glaðning í boði Somersby…
Þetta verða partý páskar!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.