Jæja sætu vinkonur okkar… Nú bjóðum við ykkur í bíó af því okkur finnst svo gaman og gefandi að gefa 🙂
Pjattrófurnar fengu 15 bíómiða frá Sambíóunum á Going the Distance, með Drew Barrymore og Justin Long en myndin er sýnd miðvikudaginn 8. í Álfabakka kl. 17:50
Þetta er sérstök privat sýning sem verður á morgun, miðvikudaginn 8 sept en hún verður frumsýnd þann 17 sept.
Í myndinni, sem hefur fengið súper dóma, segir frá Erin og Garrett. Þau hittast fyrir slysni, eyða nóttinni saman og búast hvorugt við því að lenda í alvarlegu sambandi. Erin er aðeins í New York yfir sumarið og fer eftir það heim til sín til San Francisco.
Þau eiga því léttvægt samband, njóta lífsins og hafa engar áhyggjur af framtíðinni þessar sex vikur sem hún á eftir í New York.
Svo kemur að því að hún þarf að fara aftur heim, en þá er svo komið að hvorugt þeirra vill slíta sambandinu, en hvorugt getur flutt til hins aðilans.
Því ákveða þau að reyna að halda sambandinu gangandi frá sitthvorri strönd Bandaríkjanna en þrýstingur frá vinum og fjölskyldu, fjarlægðin þeirra á milli, misheppnað símakynlíf og nokkrar óvæntar freistingar eiga eftir að reyna á styrkinn í sambandinu svo um munar.
Til að fá miða skaltu bara gera like á þessa færslu og senda okkur email á pjattrofugjafir@eyjan.is með nafni og síma og skrifa BÍÓ í subject. Svo pókum við þig á Facebook ef þú verður dregin úr pottinum 🙂
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.