Við Vala Pjattrófa skelltum okkur í miðbæjarrölt í sólinni á dögunum, tókum túr niður Laugaveginn og notuðum tækifærið til að fræðast um fatavalið hjá nokkrum hressum einstaklingum sem urðu á vegi okkar.
Við þökkum þessu skemmtilega fólki kærlega fyrir liðlegheitin!
Smelltu á mynd til að fá hana stærri og texta með. Svo má smella í hægra hornið uppi til að stækka meira 😉
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.