Nýtt Líf var að koma út í dag fullt af skemmtilegu efni en inni í blaðinu er þriggja síðna viðtal við Margréti ‘pjattrófu’ sem fór af stað með bloggið okkar fyrir tveimur árum og stór og fín mynd af okkur ‘rófum’.
Í viðtalinu talar Margrét m.a. um heimspeki Pjattrófanna, pjattaðan feminisma, atvinnulausa karlmenn, skinkutísku, konur með persónulegan stíl og sitthvað fleira. Þar segir hún m.a:
Bæði kyn eiga að bera virðingu fyrir konum, eðli kvenna og þeim störfum sem þær velja sér sem oft eru kölluð kvennastörf, saman ber: umönnunarstörf, kennarastörf og leikskólastörf. Virðinguna ber m.a. að sýna með því að launa þessi störf eðlilega. Hið kvenlega er ekki óæðra og það er ekkert ómerkilegra að hafa áhuga á snyrtivörum og pjatti heldur en fótbolta. Snyrtivörur og alhliða fegrun eru okkar „fótbolti“.
Í myndatökunni klæddumst við Pjattrófurnar allar fötum eftir íslenska hönnuði sem okkur var sannur heiður að enda eigum við svo marga snillinga hér á landi í þessum geira:
Margrét var í fötum frá Spaksmannspjörum, Díana klæddist Royal Extreme, Vala og Stella voru í fötum frá ÝR, Guðný í Kron by KronKron og Guðrún í kjól frá Örnu Sigrúnu.
Kíktu á okkur 😉
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.