Pjattrófurnar í samstarfi við Vita hafa ákveðið að halda í menningarferð til Sevilla á Spáni helgina 5.-8. maí og við viljum fá þig og þínar vinkonur með!
Og af hverju Sevilla?
Jú, okkur langar í unaðslegt spænskt rauðvín, tapas og seiðandi sherry. Okkur langar að læra að dansa Flamenco, fara hjólreiðatúr um borgina og njóta síðdegis í arabísku baðhúsi þar sem við fáum nudd og dekur og látum allt sem heitir stress líða úr okkur.
Síðast en ekki síst langar okkur að upplifa unaðslegan sunnudag í spænsku sveitinni þar sem við heimsækjum vínframleiðendur og fáum að smakka það sem þeir bjóða upp á. Við ætlum að gæða okkur á ólífum og hráskinku og enda svo daginn með einstakri máltíð undir berum himni.
Í raun höfum við sett saman draumaferðina fyrir fagurkera sem kunna og vilja njóta lífsins.
Við höfum kappkostað að hafa þessa ferð sem fullkomnasta og auðvitað verður hún á hagstæðu verði (nákvæmar upplýsingar um það koma síðar).
Áhugasamar geta sent fyrirspurnir á sevilla@pjatt.is en við ætlum að halda þér upplýstri um ferðina þangað til við förum upp á völl.
Smelltu til að skoða vel valdar myndir af því sem við ætlum að upplifa:
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.