Hún Guðný Hrönn pjattrófa með meiru er farin að hanna fallega skartgripi.
Hún gerir bæði hálsmen og hringi sem eru bæði stór og áberandi , svokallaðir “statement” skartgripir sem eru mjög móðins núna. Hálsmenin eru gerð úr tréi, handmáluð með akrýlmálningu sem svo er lakkað yfir. Svo eru þau með fallegum borða.
Hringirnir eru mega töff ! Gerðir úr stórum agat stein, þeir eru með tveim hringjum þannig hringurinn fer yfir 2 putta. Þeir eru til í fjólubláum, bleikum og bláum. Hringirnir eru nikkelfríir!
Ég ætla að kaupa mér eitt stykki hring en bara hreinlega get ekki valið hvaða lit! Allir svo ótrúlega fallegir.
Guðný er á leið í 3 ára nám í myndlist og það verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni!
Ef þið hafið áhuga á að kaupa þessa fallegu skartgripi getið þið haft samband við Guðnýju á emailið gudny08@lhi.is
Bæði hringarnir og hálsmenin kosta 5000 kr. sem er ekki neitt fyrir fallega íslenska hönnun! 😉
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.