Undanfarnar vikur hef ég verið að nota tvo maska frá Marbert. Annars vegar Aloe Vera Peeling Gel og hins vegar Deep Pore Cleansing Mask. Báðir eru þeir úr Basic Care línunni frá Marbert. Ég hef séð og fundið heilmikinn mun á húðinni eftir að ég fór að nota þá því hún er nokkuð gjörn á að verða glansandi.
Mér finnst voða gott að nota fyrst Peeling gelið og nudda því vel á húðina, enda er það með litlum kornum í sem fjarlægja dauðar húðfrumur. Í gelinu er líka aloe vera, eins og nafnið á maskanum gefur til kynna, sem gefur góðan raka og mýkt. Mér finnst ég voða hrein og fín í hvert skipti sem ég hef skrúbbað andlitið með þessu geli. Svo er það bleikt og ilmurinn er virkilega góður þannig að þetta er svolítil svona “sensation”.
Þegar ég er búin að hreinsa húðina vel með Peeling gelinu finnst mér gott að setja Cleansing maskann á mig. Hann virkar rosalega vel, hreinsar í burtu öll óhreinindi, húðin glansar ekkert næstu dagana á eftir og svitaholurnar verða einhvernveginn mikið minni.
Ég nota báða hreinsimaskana svona einu sinni til tvisvar í viku og er voða ánægð, sérstaklega með að vera hætt að glansa.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.