Við pjattrófurnar höfum undanfarið prófað hárvörur frá John Frieda sem eru sérstaklega þróaðar fyrir hvern hárlit.
*Sheer Blonde er fyrir ljóskurnar og Vala, sem er “blond at heart” prófaði þetta með glöðu geði:
“Ég hef tekið eftir því að þegar einhver tími er liðinn frá því að ég fer í strípur þá lýsist dekkri liturinn og hárið það verður einlitt og gulleitt en Highlight activating Volumising shampoo og Highlight activating conditioner gerðu það að verkum að strípurnar fá betur notið sín og litbrigðin verða meira áberandi og endast lengur.
Ég notaði líka Luminous Colour Glaze en af því kemur gylltur glansandi blær á hárið sem er einstaklega fallegt í sólinni.
Sjálf er ég ekki nýgræðingur á John Frieda vörurnar og hef einnig notað Sheer blonde blástursvökva, hársprey og glans-krem í mörg ár vegna þess að þetta eru mjög góðar vörur á sanngjörnu verði.”
*Brilliant Brunette er svo fyrir dökkhærðar og Díana prófaði þær. Hún hafði þetta að segja um málið:
“Dökkhærðar konur kvarta oft undan því að hárið á þeim virðist matt og líflaust. Ástæðan fyrir því er sú að dökku litarefnin í brúnu hári hafa tilhneigingu til þess að gleypa í sig ljós. Einnig geta umhverfisáhrif, sólin og hárblástur og/eða sléttun skemmt hárið. Mjög gott er því að hvíla hárið á hárþurrkunni og láta það þorna náttúrulega eftir hárþvott. Þar sem ég er ein af þessum dökkhærðu, og búin að njóta íslenskrar náttúru í botn og vera mikið í sólinni, er hárið orðið veðrað og tími komin á klippingu.
En þar sem hárgreiðslukonan mín er í löööngu sumarfríi og hár mitt orðið hálfþurrt og líflaust í hitanum þá voru góð ráð dýr. Til að redda mér ákvað ég að prófa John Frieda® Brilliant Brunette™ línuna: Sjampó og hárnæringu og valdi chocolate to espresso litinn ásamt Luminous Colour Glaze en þetta er hárgljái og litur sem einungis þarf að hafa í hárinu í 3 mínútur eftir að hárið hefur verið þvegið -alger snilld!
Árangurinn lét ekki á sér standa. Hárið tók við sér varð fyllra, mýkra, glansandi og dúndur mjúkt, dökka hárið byrjaði að njóta sín, áferðin varð heilbrigð og hárið er með ótrúlegum gljáa. Ég get því alveg verið róleg út júlí og verið með villt hár í allt sumar eða þar til hárgreiðsludaman mín kemur úr fríi til að temja lokkana.”
Semsagt. Góðar vörur!
John Frieda vörurnar fást m.a. í apótekum og Hagkaup en eru nýkomnar í Debenhams sem nú státar af góðu úrvali hárvara.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.