Ég prófaði nýlega ilm frá Lancome sem ber hið seiðandi nafn Hypnôse (Eau de Parfum Spray).
Ilmur þessi kom óvart en lyktin er bæði dulúðug og spennandi. Svo mjög að ég vil helst alltaf vera að setja hana á mig. Anganinn er eilítið austurlensk, sykruð og minnir ef til vill á andrúmsloft ævintýraheims 1001 nátta. Í henni er blanda af mjög góðri lykt af vanillu, Passion Flower og Vetier, eitthvað alveg ómótstæðilegt fyrir pjattrófuna.
Ilmvatnsflaskan sjálf er mjög falleg. Lögunin minnir á ílangan bláan demant eða jafnvel ávalar línur kvenlíkamans og hún snýst upp eins og flottur skýjakljúfur. Formið er einfalt en samt svo fallegt.
Það er alltaf gaman að eiga fallega hluti sem krydda tilveruna og koma hugarfluginu af stað. Ef til vill alla leið til 1001 nátta? Þú ættir bara að prófa sjálf. Það kostar ekkert að bera flöskuna að vitum sér í næstu snyrtivörudeild en skilningarvitin verða þér þakklát.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.