Demantar eru víst góðir vinir kvenþjóðarinnar… eða því hélt þokkadísin Marilyn Monroe fram og nú hin þeldökka og íðilfagra Beoncey.
Og Giorgio Armani virðist vera mjög sammála þessu því hann hefur nú sett á markaðinn nýjan og flottan ilm í fallegri og ótrúlega handhægri flösku sem er hægt að fara með hvert sem er.
Og það er gott af því lyktin er ekki ofurþung sparilykt og alls ekki sporty heldur bara fullkominn millivegur.
Kvenleg og á sama tíma seiðandi og svolítið krydduð. Satt best að segja lýsir hann á vissan hátt stemmningunni sem ég ímynda mér að hafi kannski verið í Taj Mahal, nóttina sem keisarinn sýndi ástinni sinni höllina. Austræn, dimm, sexý og dularfull.
Mixið í þessum ilmi er af musk (klassík), rósarblöðum, bergamot og bleikum pipar en það sem grípur mig helst er djúp og mjúk lyktin af muskinu í bland við rósirnar.
Ég myndi halda að þessi Diamonds hentaði vel stelpum frá svona 25-45 og hann kemur sterkur inn fyrir veturinn þegar maður notar stundum hlýlegri ilmi en á sumrin.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.