Síðasta haust kom á markaðinn frá Chanel, hreinsimjólk sem heitir Mousse Douceur og er í “balance” línu Précision.
Þessi hreinsimjólk gerir algerlega sitt gagn. Hreinsar gersamlega hverja einustu örðu af farða úr andlitnu þannig að þú hreinlega sérð hann leysast upp í mjúka froðuna sem myndast af mjólkinni. Og mýktin er eiginlega það besta við þessa vöru. Þetta er eins og að bera fljótandi silki í andlitið á sér og ilmurinn er frekar léttur blómailmur.
Tilfinningin eftir hreinsunina er örlítið stíf og stinn sem gerir það kannski að verkum að manni finnst maður extra hreinn. Svona eins og eftir sundferð.
Semsagt: Góð hreinsimjólk frá hágæðamerkinu Chanel. Vara þessi kostar um 6000 kr í fríhöfninni og 45 dollara í USA. Veit ekki hvað hún kostar í Hagkaup en þetta er ekki ódýrt 😉
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.