Það er kanski óþarfi að minna ykkur íslendingana á Bláa Lóns vörur en góð vísa er aldrei of oft kveðin..
Undanfarið hef ég verið að nota maska og bodylotion frá Bláa Lóninu og ég verð að segja að ég er mjög ánægð með árangurinn.
Maskann má bera á andlit og líkama og hreinn, hvítur kísillinn djúphreinsar og fjarlægir dauðar húðfrumur.
Eftir að hafa notað þennan maska nokkrum sinnum finnst mér sýnilegur árangur, svitaholur hafa minnkað og húðin er með fallegum ljóma.
Mér finnst ég líka vera þvílíkt að dekra við mig þegar ég ber á mig body lotionið sem inniheldur steinefni, kísil og þörunga úr Bláa Lóninu. Þetta er eins og að gefa húðinni orkuskot, lotionið smýgur inn í húðina og nærir hana og árangurinn er silkimjúk og ljómandi húð.
Frá Bláa Lóninu kemur líka ótrúlega gordjöss líkams-skrúbb sem heitir Algae & Mineral Body Scrub. Það er með kornum í sem fjarlægja líka dauðar húðfrumur og styrkja og næra húðina. Ef maður notar þetta allt saman verður húðin mjög þakklát 🙂
Það er frábært að við getum búið til svona góðar vörur úr náttúruauðlindum okkar og ég fjárfesti samviskulaust í Bláa Lóns vörum, ekki bara því ég vil styrkja íslenska framleiðslu heldur líka vegna þess að ég fæ gæði fyrir peningana.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.