Langar þig í fría kokteila á Apótekinu? Pjatt.is og Apotek kitchen + bar leita að tveimur lesendum sem eru til í að koma með okkur á kokteil workshop á þessum frábæra veitingastað næsta miðvikudag, þann 16. mars.
Við ætlum að blanda, hrista og smakka frá klukkan 16-18 og okkur langar að bjóða tveimur skvísum að vera með í gleðinni. 🎉
Apótekið er orðið þekkt fyrir alveg framúrskarandi ljúffenga og spennandi kokteila og barsnillingarnar þar hafa verið að raka saman verðlaunum á kokteilkeppnum undanfarin misseri.
Á þessu ári unnu kokteilmeistarar staðarins bæði fyrsta og þriðja sæti á Íslandsmóti barþjóna OG verðlaun fyrir besta kokteilinn á Food&Fun.
Þetta þýðir að við erum að fara að læra kokteilagerð af þeim allra bestu í bænum!! 👊🏼 🍸
Kokteilmeistaranir Kári Sigurðsson og Orri Páll Vilhjálmsson ætla að fara yfir grunnfærni í kokteilagerð af sinni alkunnu snilld en við fáum að gera okkar eigin kokteila og svo bara smakka á fullu!
Gersamlega fullkomið áhugakonur um góða drykki og góða stemmningu. Það erum við svo sannarlega enda þekktar fyrir áralanga ástríðu á góðum kokteilum.
Ef þig langar að vera með, og taka hressa vinkonu með þér, þá er bara að deila þessari færslu á feisinu þínu og skilja gleðikomment eftir á FB hjá okkur. Við lofum að draga í tæka tíð svo þú náir að græja pössun og svona 😉 Látum þig vita í pm.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.