Pivoine Flora línan er ásamt Immortelle ein af mínum uppáhalds línum frá L’Occitane.
Það er fátt betra en þurrburstun, góð sturta og bodylotion á eftir.
Húðmjólkin úr Pivoine Flora línunni ilmar dásamlega og gefur einstaklega góðan raka. Hún smýgur strax inn í húðina og veitir létta og mjúka áferð.
Ilmurinn er grænn blómailmur (grænir tónar). Hann inniheldur dróme bóndarósarseyði, bergamot, greipaldin, sendelvið og hvítan moskus en bóndarósarseyðið er megin virka innihaldsefnið í vörum línunnar.
Við könnumst margar við hið vinsæla shea butter en þessi húðmjólk inniheldur einmitt shea butter sem veitir húðinni þennan góða raka.
Í bland við bóndarósarseyðið verður húðmjólkin einstaklega létt og skilur eftir flauelsmjúka áferð á húðinni (blöð bóndarósar eru einmitt þekkt fyrir að vera flauelsmjúk).
Því miður fann ég engar upplýsingar um húðmjólkina inn á Sephora og því engar umsagnir þaðan heldur. Hins vegar eru L’Occitane vörurnar mikils metnar af viðskiptavinum þessarar vinsælu snyrtivöruverslunar en þær eru nær allar með fullt hús stiga.
Ég ætla að gefa húðmjólkinni fimm af fimm , einkunn sem ég gef yfirleitt L’Occitane rétt eins og kröfuharðir viðskiptavinir Sephora.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.