Nýjasta ilmvatnið í safninu mínu er að sjálfsögðu franskt. Í þetta sinn er það frönsk bóndarós sem ég spreyja á mig áður en ég fer út í daginn.
Pivoine Flora ilmurinn er skapaður úr morgunbrumi bóndarósarinnar. Franskur ilmgerðarmeistari frà L’Occitane héraðinu Provence í suðaustur Frakklandi, Jean-Lue Riviére, lagði lokahönd á blönduna árið 2010.
Jean-Lue lifir bókstaflega fyrir bóndarósir en hann ræktar þær heima hjá sér ásamt fjölskyldu sinni. Jean ræktar 750 tré- og jurtaafbrigði af þessu ferska og mikilfenglega blómi.
Ræktunarferlið er ansi nákvæmt og unnið af mikilli natni. Bóndarósin er að mínu mati líka ansi merkileg en svona verður ilmur hennar til:
- Fyrsta morguninn gefur brumið frá sér ferska og græna tóna sem blandast við kraftmikla ferskleikatóna dögunarinnar.
- Annan morguninn eru krónublöðin enn þá samankrumpuð en blómailmur af bóndarósum sleppur út og blandast við ilm rósarunna sem eru rétt hjá.
- Þriðja og síðasta morguninn afhjúpar Pivoine Flora sjálfa sig í fullum blóma og sameinast hægt inn í náttúrulega mjúka tóna af sandelvið og hvítum moskus.
Lokaniðurstaðan er ilmur bóndarósar í fullum blóma. Alls ekki slæmt það!
Ég spreyja ilminum á mig að morgni til og þegar ég kem heim eftir vinnu. Vegna þess að ilmur bóndarósar er verulega frískandi og róandi.
Ilmurinn; grænn blómailmur (grænir tónar), Dróme bóndarósarseyði, Bergamot, greipaldin, Sendelviður og hvítur moskus..
Pivoine Flora er hluti af bóndarósarlínu L’Occitane en vörurnar í línunni innihalda allar sama bóndarósarseyðið. Þetta tiltekna seyði er megin virka innihaldsefnið í húðumhirðuvörum línunnar. Ég á CC-krem úr línunni og gæti ekki verið ánægðari með virknina.
Ég mæli með að þið gerið ykkur ferð í nýju L’Occitane verslunina en hún flutti nýverið innan Kringlunnar og er nú á móti Kaffitár. Gott kaffi, crosaint og nýtt ilmvant á ljúfum helgareftirmiðdegi, ekki slæm hugmynd.
Joie de vivre!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.