Pistill: „Ég ætla gera það sem gerir mig hamingjusama”

Pistill: „Ég ætla gera það sem gerir mig hamingjusama”

1526d2032040b98cbcd9f23d6fc12de2

Í fyrra skrifaði ég pistil um áramótaheit. Ég setti mér áramótaheit líka í byrjun þessa árs, það sama og ég set mér alltaf, fara að sofa fyrr og vakna snemma.

11059323_10153428657160798_1561466143133833507_n
Fallega Positano á Amalfi ströndinni.

Ég stend samt aldrei við það en það er betra að reyna en ekki! Ha? 🙂

Þrátt fyrir að hafa sleppt öllum öðrum heitum ákvað ég að fara inní nýtt ár og framtíðina með nokkur atriði í huga.

Ferðalög, upplifun og nýjir heimar er eitthvað sem ég hugsa um á hverjum degi. Forvitni um aðra menningu, ný landslög, nýjan mat og hvaðeina sem tengist þessu.

Ég elska að ferðast og ef ég hefði endalausan tíma og ætti sæ af peningum gerði ég eflaust ekki annað.

Staðan er ekki sú eins og er en ég reyni að grípa hvert tækifæri sem gefst til þess að ferðast erlendis. Ævintýraþránni ætla ég sinna betur í framtíðinni.

Nú þegar hef ég skipulagt ferð til Írlands og Spánar á þessu ári en einnig eru sumarbústaðaferðir á planinu sem og dagsferðir út í íslensku sveitina.

Brúðkaupsferðin til Ítalíu

Í fyrra fórum við hjónin til Ítalíu í brúðkaupsferð og það líður varla sá dagur að ég hugsa ekki um hversu æðisleg þessi ferð var! Amalfí ströndin er bara eins og himnaríki og eitthvað meira til. Þetta er fullkomnasti staður sem ég hef komið til.

11406913_10153390863905798_4936986803740301253_n
Amalfi eignaði sér smá bút af hjarta mínu.

Og ég vil halda áfram… kannski ekki að fara í brúðkaupsferðir en tilhugsunin um að upplifa nýja menningu, hitta nýtt fólk og helst vera í heitara landi, drífur mig áfram.

Eitt af áhugamálum mínum er að skoða nýja staði til að ferðast á, finna hús til að leigja erlendis og sjá og upplifa fallega náttúru. Kannski  er þetta pínu skrýtið en ég vonast einn daginn til að geta horft á heimskortið og krossað yfir alla staðina sem ég hef heimsótt og eiga enn einhverja eftir sem mig langar að skoða.

Flutti til Spánar

11822203_10152956746980951_1037316804_o
Yndislega fjölskyldan mín þegar við giftum okkur í júní í fyrra. Dásamlegur dagur!

Ein af mínum bestu vinkonum ákvað að láta drauma sína rætast og flutti til Spánar í byrjun janúar á þessu ári. Hún fór með manninum sínum og litla stráknum þeirra.

Planið hjá þeim er að vera í eitt ár og að sjálfsögðu er ég að fara heimsækja mitt fólk! Einnig eru tvær aðrar vinkonur mínar að flytja erlendis á þessu ári, ein til Barcelona og hin til Kanada. Ég get ekki annað en dáðst að þeim að láta ekkert stoppa sig!

Ég mun leggja meira upp úr því að skapa yndislegar minningar, eitthvað sem mun ylja mér um hjartarætur þegar ég er orðin gömul kona. Njóta þess að vera til, núna, en ekki eftir fimm ár þegar ég verð komin í stærra hús með hærri laun og börnin mín orðin eldri. Ég vil lifa núna.

Ég ætla gera það sem gerir mig hamingjusama og reyna að gleðja þá sem standa mér næst. Ég þarf að sjálfsögðu að vera hamingjusöm svo að börnin mín verði hamingjusöm. Það sem fékk mig til að átta á mikilvægi þess að vera glaður og slakur var þegar ég rak mig beint á vegg.

Í gegnum tíðina hef ég reynt að vera gera sem mest í einu og “multi-taska” eins og ofurkona en eins og margir sem reyna þetta til lengri tíma, kom í ljós að það er sannarlega ekki besta hugmyndin. Ég hafði aldrei tíma til þess að slaka á eða njóta augnabliksins og tilhugsunin um að gera eitthvað mér til ánægju eins og að fara í ræktina, slaka á með fjölskyldunni eða skreppa í sund, allt þetta var orðið streituvaldur. Ég græði ekkert multi taskinu ef ég hef ekki tíma til þess að njóta þess að vera til.

Andlega heilsan er númer eitt

cfd736218097744fcb177775ed1f5f21Andlegu heilsunni skal sinna og setja í fyrsta sæti.

Það er erfitt að reyna hlúa að öðrum og gleðja aðra ef ég er ekki sjálf í standi.

Með bættri andlegri heilsu kemur líkamleg heilsa beint á eftir, því þetta helst jú í hendur.

Fyrsta skrefið að bættri andlegri heilsu er skipulag. Skipuleggja komandi viku á laugardegi eða sunnudegi og einungis með því er meiri ró yfir komandi verkefnum því ég veit nákvæmlega hvað þarf að gera og hvenær það verður gert!

Það virðist hafa verið einkennandi fyrir Íslendinga síðustu ár að þurfa gera allt, allstaðar. Allir með í öllu og börnin í gæslu frá 8-17 alla daga, foreldrar jafnvel í helgarvinnu líka og enginn tími til að njóta lífsins. Ég ætla ekki að vera með í þessu lengur, er búin að prófa það og get ekki sagt að ég hafi notið þess sérstaklega.

Eins og ég tók fram áðan þá kalla ferðalög á mig stanslaust. Ég sé ekki eftir einni einustu ferð sem ég hef farið í og þessvegna langar mig í fleiri! Ég hef heldur ekki séð eftir því að hafa sleppt djamminu til að eyða kvöldinu með fjölskyldunni minni og ekki séð eftir stundunum sem ég eyði með dætrum mínum. Eins klisjulega og það hljómar þá er það satt: Tíminn er núna.

Ég vona að þú ætlir að láta drauma þína og njóta lífsins til fulls! Vertu með, vertu glöð, vertu slök.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest