Undanfarið hef ég orðið aðeins vör við að einhverjir lesendur vefmiðla og blogga láta það fara í sig þegar dægurmálavefir lista upp margvísleg heilræði í þeim tilgangi að bæta lífsgæði, auka hamingju og afköst.
Þá er lesið á milli línanna að með pistlum á borð við “20 leiðir til að losna við aukakíló” eða “Vertu flott á fimm mínútum” eða “5 leiðir til að bæta sambandið” sé verið að tala niður til kvenna og gera lítið úr okkur, að við semsagt séum þá ekki flottar með aukakílóin okkar eða að maður þurfi ekkert að gera sig fínan, að karlinn elski mann nóg, maður sé nógu fínn eins og maður er…
Semsagt, gagnrýnin gengur út á að með því að lista upp heilræði sem þessi sé verið að skerða sjálfstraust og “rífa konur niður”.
Nota bene. Ekki karla. Heldur konur. Að konur séu að rífa konur niður. Með því að birta Topp 10 samantektir og allskonar tips og trikk.
“Fyrstaheimsvanadmál dauðans” sagði vinur minn og ég tek undir það því málið er að svona skrif hafa bara ekkert með konur að gera frekar en karla. Hvað þá að hér sé verið að reyna að grafa undan sjálfstrausti.
Í dag eru mjög sérhæfðir lífstílstengdir miðlar sem miðast sérstaklega að áhugamálum karla í íslensku prentmiðlaflórunni en enginn á sjálfu netinu að undanskyldum fótbolta (með fullri virðingu fyrir undantekningum því auðvitað eru til strákar sem mála sig daglega og hafa mikinn áhuga á snyrtivörum og stelpur sem hafa mikinn áhuga á fótbolta). Það vantar semsagt lífstílsmiðil fyrir stráka. Það er ekkert strákahópblogg, ekkert ‘strákablað’ fyrir utan mögulega Menn.is en þar erum við aðallega með safn af fréttum og greinum sem hafa orðið viral á netinu. (Sama format gildir fyrir bleikt og hún og annað sem á ættir sínar að rekja til Pressan.is).
10 leiðir til að heilla konuna sína
En þó að það séu ekki til lífstílsmiðlar á netinu sem miðast sérstaklega að karlmönnum á íslensku þá er af nægu að taka úti í hinum stóra. Langt í burtu frá litlu einkennilegu eyjunni okkar.
Á þessum miðlum eru í raun nákvæmlega sömu efnisflokkarnir og hér á Pjattinu (heimili, heilsa, útlit, tíska, sambönd os.frv.) nema kannski með viðbótinni peningar & völd, eða græjur eða eitthvað álíka.
Þú finnur endalaust mikið af heilræðum í listaformi og samatektarformi… “5 leiðir til að lúkka á fyrsta deiti” – “10 leiðir til að verða betri í rúminu” “10 leiðir til að fá sixpack” greinar á þessum miðlum en ekki eitt einasta komment um að það sé verið að tala niður til karla eða gera lítið úr þeim með þessum greinum.
Eitt uppáhalds karlalífstíls ritið mitt á netinu heitir Ask Men – Become a better man, en það hef ég lesið í mörg ár.
Ég les líka Womens Health og Mens Health álíka mikið og mér finnst stundum skemmtilegar greinar í GQ. Tilfellið með mig er að ég ef meiri áhuga á kóreönskum kvikmyndum og nýjum græjum en bollakökum og barneignum. Madonna sagðist einu sinni vera hommi, fastur í kvenlíkama. Ég tengi. Kannski gerir þú það bara líka? (Nota bene – Með fullri virðingu fyrir barneignum og bollakökum).
Af sjálfstrausti og Topp 10 listum
Í vikunni sem er að líða birti Facebook notandi hlekk á grein sem einhver Bellan skrifaði hér á Pjattið fyrir löngu en þessi dramatíski hneyksl status um niðurrifsstarfsemi téðra vefmiðla var lækaður mikið sem varð til þess að ótal margir hafa lesið þessa grein (og vonandi haft gaman af).
Þarna nefnir hún tvo íslenska vefmiðla en veit greinilega ekki, að úti í heimi, á miðlum, sem eru bara fyrir stráka, miðlum eins og Ask Men eða Mens Health, eru jafn margir og jafnvel fleiri heilræðalistar um hvernig á að þóknast konum, hvernig á að koma okkur til, hvernig er best að reyna við okkur, hvernig á að fatta að við höfum áhuga á þeim, hvernig á að líta vel út svo að við lítum við þeim… og svo framvegis.
Karlarnir sem skrifa á þessa vefi eru pottþétt ekki að reyna að rífa hvorn annnan niður eða gera lítið hver úr öðrum.
Þeir eru þvert á móti að skemmta og fræða, deila ráðum, byggja upp og bæta, alveg eins og við reynum að gera hér á Pjattinu okkur og öðrum til gamans. Það gengur engum illt til.
Ég veit ekki af hverju statushöfundur nefnir þarna bleikt og okkur í sömu setningu, því við erum ekkert sambærilegir vefir, fyrir utan kannski að í báðum tilfellum er verið að birta efni sem á að fræða og skemmta með einum eða öðrum hætti (ég les ekki og hef aldrei lesið bleikt að staðaldri).
Pjattið er alfarið í höndum kvennanna sem skrifa á vefinn, það er enginn ritstjóri, það er engin stjórn, enginn sem segir okkur hvað við eigum að skrifa, enginn sem borgar okkur laun.
Og annað… stundum höfum við fengið komment á borð við “Hvað með allar ungu stúlkurnar sem lesa vefinn?” Ef “ungar stúlkur” eru viðkvæm blóm sem geta ekki hugsað sjálfstætt þá erum við ekki að skrifa fyrir “ungar stúlkur”. Svo einfalt er það.
Við erum allar, nema ein, eldri en 25 ára. Lesendur okkar eru langflestar eldri en 25 líka. Og okkar sýn á heiminn er sú að konur séu ekki viðkvæmari en karlar. Við hljótum að þola sömu topp 10 listana og þeir án þess að sjálfstraustið fari í mola. Og ef Topp 10 listar eru hættulegir, þá þarf bara að skoða það sérstaklega. En að þeir séu eitthvað verri fyrir konur en karla. Ó nei.
Þannig að höldum bara áfram að hafa gaman af þessu og notum þroskann og innsæið til að lesa á milli línanna og þurfa ekki að anda í poka yfir Topp 10 listum sem eru hérna gefins svo að einhver geti haft gagn og gaman af.
Njótum dagsins!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.