Nú er janúar mánuður senn á enda og þá styttist í vorið, — eða hvað?
Ef ég þekki Ísland rétt þá megum við jafnvel búast við því að annar snjóstormur sé handan við hornið og þessvegna er nauðsynlegt að eiga yfirdrifið nóg af fallegum yfirhöfnum og hlýjum fötum. Líka til að passa að maður fái ekki flensu.
Í kuldanum og skammdeginu er gaman að dunda sér á Pintrest en ég gæti verið allan daginn inn á þeim vef að fá innblástur fyrir hverju sem er, hvort sem er fatnaði, förðun, heimilinu eða öðru. Ef þú vilt fylgjast með mér þar, þá smella HÉR.
Ég vona að þú hafir gaman af þessu og fáir jafnvel innblástur eða bara að þú njótir myndanna.
Stikkorð: Hvítur, loðjakkar, leður, treflar, kósý, peysur, vellíðan, vinir, svartur, tebolli, von, dekur.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.