Undanfarið hafa flestir sem ég þekki verið að nota forritið Pinterest, enda er það frábær leið til að geyma myndir, innblástur og annað á netinu.
Forritið virkar þannig að þú skráir þig inn og byrjar á því að búa til aðgang. Svo byrjarðu bara að “pinna” (geyma) myndir! Þú getur búið þér til eins mörg albúm eða “board” og þú vilt og sett myndirnar í viðeigandi albúm. Þaðan geturðu svo farið í það að fylgjast með (“follow”) vinum þínum og því fólki sem setur inn áhugaverðar myndir.
Til dæmis er ég með nokkur “board”, allt frá förðunarhugmyndum upp í myndir af mat og listaverkum. Þetta er algjör snilld fyrir alla, hvort sem þú bakar/eldar mikið (geyma myndir og uppskriftir), hefur áhuga á tísku eða ert að plana brúðkaup.
Það besta er síðan að það eru óteljandi flokkar af myndum í boði og svo er einnig hægt að “pinna” vefsíður og leita að því sem þú sækist eftir að skoða. Maður er í rauninni ekki í persónulegum tengslum við fólkið sem maður ákveður að fylgjast með sem er ágætis tilbreyting frá öðrum samskiptasíðum.
Svo geturðu auðvitað bætt inn myndum úr tölvunni þinni!
Ég mæli með því að þú skráir þig inn á Pinterest, lærir inn á það og farir að “pinna” myndir, þetta er ein skemmtilegasta vefsíðan í dag!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com