Söngkonan Pink var uppreisnargjörn á sínum yngri árum.
Pink segir þó að þrátt fyrir sinn villingaskap og uppreisn sé hún nákvæmlega á réttum stað í lífi sínu núna, hamingjusöm með manninum sínum Cary Hart og að litla stúlkan þeirra sé það besta sem gat komið fyrir þau.
Pabbi hennar á einnig mikið í velgengni hennar en þegar Pink var yngri sagði hann stanslaust við Pink að hún þyrfti stundum að standa ein á fjallinu. Hann minnti hana á að hún væri fullkomin eins og hún er, falleg og frábær, gáfuð, skemmtileg og hæfileikarík.
Söngkonan elskar einnig aðdáendur sína og hvernig þeir hafa brugðist við lögum hennar en textar söngkonunnar eru afar persónulegir. Margir aðdáendur tengja sig við textana og þakka henni fyrir að koma fram og segja sína sögu en Pink hefur hvatt marga til að gera slíkt hið sama.
Þessi ofurskutla á við smá líkamsímyndarvanda að stríða eins og flestar gellurnar í glysborginni.
Hún segir að hún myndi gjarnan vilja vera fimm kílóum léttari en henni finnist einfaldlega gott að borða. Ítalinn í henni kemur alltaf upp þegar hún hugsar um mat en hún reynir samt sem áður að velja það sem er hollt. Skvísan segist átta sig á því að hún verði aldrei nein horrengla.
Pink hefur alltaf verið ein af mínum uppáhalds, hún fer sínar eigin leiðir og segir hlutina eins og þeir eru, bara að fleiri frægir væru jafn heiðarlegir og miklir töffarar eins og hún.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig