Nú hefur Oliver Baussan, stofnandi L’Occitane, toppað sjálfan sig! Við framleiðslu á nýjum vörum fékk hann vin sinn Pierre Hermé til að hanna ilmlínu, en ef þú þekkir ekki Pierre Hermé þá legg ég til að þú smakkir á gotteríinu hans í næstu Parísar eða London ferð.
Pierre Hermé er heimsþekktur kökugerðameistari en að mínu mati gerir hann heimsins bestu makkarónur og súkkulaðikonfekt.
Baussan hannaði umbúðirnar allar en Hermé sá um að hanna sjálfan ilminn.
Ég fékk að prófa húðmjólk (body lotion) úr PampleMousse – Rhubarbe línunni.
Helstu tónar í henni eru rabarbari, greipaldin, sítrónur, negull og múskat.
Nú veit ég ekki með þig en þegar ég las á pakkann varð ég ægilega spennt að prófa og ég varð ekki fyrir vonbrigðum með þennan ilm sem maður verður alveg sjúkur í!
Húðmjólkin dreifist vel, þornar hratt og eftir situr fersk og hressandi lykt á kroppnum.
Ég fékk einnig að prófa varasalvann úr Jasmin-Immortelle línunni. Í honum er smá bleikur tónn sem gefur vörunum passlega mikinn glans og frískar upp á þær. Ég nota hann á hverjum degi. Alveg elskann!
Hunang og mandarínur… mmmm
Þriðji ilmurinn frá Pierre Hermé er Miel Mandarine, en einkennandi tónar eru hunang, mandarínur og ilmurinn af immortelle blóminu.
Ég prófaði einnig handakremið og jiminn einasti hvað lyktin er góð! Ég hef notað lengi handakrem með sítrusilm frá L’Occitane en ég vona að þessi ilmur sé kominn til að vera því hann er æðislegur!!
Hægt er að fá allskonar vörur úr öllum línunum og ég mæli virkilega með því að þú skellir þér í flottu L’Occitane búðina í Kringlunni og prófir vörurnar.
Þær eru fullkomnar í jólapakkann. Það elska allir L’Occitane! Pierre og L’Occitane fær fullt hús stiga frá mér fyrir þessar dásamlegu nýju vörur! [usr 5]
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður