Hinn ofurhæfileikaríki og skemmtilegi leikari Philip Seymour Hoffman er kominn í meðferð við eiturlyfjafíkn.
Leikarinn góði var edrú í 23 ár en féll svo fyrir ári síðan þegar hann varð háður lyfseðilsskyldum lyfjum frá lækni.
Sú fíkn vatt heldur betur upp á sig og ekki leið á löngu þar til Philip var farinn að taka heróín í nefið.
Blessunarlega lét hann þetta þó ekki ganga lengra en svo að fór beint i meðferð, um ári eftir að hann ráfaði af beinu brautinni.
Leikarinn segist aðeins hafa notað heróínið í viku þar til hann tók upp símann og skráði sig beint í meðferð.
Hann þakkar bæði vinum og fjölskyldu fyrir stuðninginn en meðferðin tók 10 daga og Philip kom út á föstudaginn.
Hann er nú aftur kominn á fulla ferð í vinnu og næsta mynd sem við eigum von á að sjá með honum er Catching Fire í Hunger games þríleiknum.
Philip glímdi að eigin sögn við alkóhólisma þegar hann var yngri og viðurkennir fúslega að hann hafi alltaf verið mikill öfgamaður.
“Ég hafði aldrei neinn áhuga á að drekka í hófi. Þetta snérist alltaf um að verða blindfullur. “Hellaður”. Ég er enn svona og þó að heilmikill tími hafi liðið frá því ég neytti efna síðast hafði ekkert breyst. Þetta er bara ég.”
Flott hjá þessum ástsæla leikara, heiðarlegur við sjálfan sig og gott að ekki fór verr. Við á Pjattinu viljum endilega hafa hann áfram í bíó.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.