Pharrell Williams, Ne-Yo, Victoria Beckham og prinsessan fagra Katrín hertogaynja af Cambridge hafa fengið þann heiður að vera útnefnd sterkustu ‘trendsetterar’ ársins 2014.
Það er að segja, þetta fólk mun gefa tóninn um hvaða stílar verða ráðandi og ríkjandi hjá almenningi, þá sérstaklega í Bretlandi.
Hinn íðilfagri Pharrell Williams var þar hæstur á listanum yfir smart karla sem aðrir karlar vildu líkjast en á eftir honum kemur annar tónlistarmaður, R&B söngvarinn Ne-Yo en aðrir sem komust á listann voru m.a Justin Timberlake, Jay Z og David Beckham voru á topp 10 yfir best klæddu karlana í skemmtanabransanum.
Á lista yfir best klæddu konurnar var hertogaynjan í fyrsta sæti en nr. 2 er frú Beckham. Hin ólétta Gwen Stefani kom í þriðja sæti en aðrar dömur á þessum lista sem þykja til eftirbreytni í smekk og lífsstíl eru Jennifer Lopez, Heidi Klum og Sara Jessica Parker en allar þessar konur hafa gríðarlegan áhrifamátt á innkaup kynsystra sinna og geta jafnvel ráðið úrslitum um hvort eitthvað kemst eða kemst ekki í tísku.
Þar höfum við það! Þá er bara að fylgjast náið með Kötu og Viktoríu og kíkja svo í búðir eftir einhverju svipuðu… það er að segja ef fólk ætlar sér að vera með puttann á tískupúlsinum.
Hér eru nokkrar myndir af þessu smarta fólki
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.