Tískublogg eru alltaf að verða sívinsælli og það er alltaf að aukast að fólk sé að pósta “outfitti” dagsins á netið.
Bloggsíður þar sem stelpur setja inn myndir af sjálfum sér í flottum fötum eru að verða meira og meira áberandi og já, það er alveg pínu spes að vera að setja endalaust af myndum af sér í mismunandi fötum -en ég verð að viðurkenna að mér finnst mjög skemmtilegt og fræðandi að skoða svoleiðis myndir.
Í fyrsta lagi fær maður bæði nóg af hugmyndum og svo eru sumar stelpurnar með kennslu um hvernig eigi að gera allskonar sniðugt, t.d hvernig eigi að mála sig, greiða sér eða nota skartgripi.
Hér eru nokkrar síður sem ég er að fíla, flestar síðurnar snúast mest um klæðnað bloggarans sjálfs.
www.vanillascented.freshnet.se
www.fashionsquad.com
thehautepursuit.com
caroline.feber.se
www.thecherryblossomgirl.com
www.aperfectguide.se/ida
www.phosphenefashion.com
www.jazzimcg.com/blog
…
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.