Ég er fastagestur bæði inná perezhilton.com og cocoperez.com þar sem slúður-drottningin Perez Hilton skrifar um Hollywood stjörnur og tísku.
Mér brá heldur betur í brún þegar ég sá að Perez var búinn að láta framleiða bol undir sínu nafni og á bolnum stóð:
“Nothing tastes as good as skinny feels.”
Vááá maðurinn missti alla mína virðingu við þetta. Auðvitað var það ekki hann sem “fattaði” uppá þessari setningu – hún er t.d. notuð í herferðum gegn anorexíu – en honum fannst þetta rosalega fyndið og hélt að djókið myndi slá í gegn.
En halló- ef þetta eru skilaboðin sem 10 ára stelpur (og konur á öllum aldri) eru að fá þá er voðinn vís!
Mér fannst þessi bolur ekki einu sinni pínulítið fyndinn. Anorexía er alvarlegur sjúkdómur og margar fyrirsætur, og venjulegar stelpur, deyja af völdum hans á ári hverju – en það er greinilega fyndið í hans augum.
Ég hef áður tjáð mig um skaðsemi líkamsímynda í dag (hér) og ætla því ekki að koma með alla ræðuna aftur. En Kommon – er þetta ekki aðeins of langt gengið?
Er ekki nóg að við sjáum módel sem eru löngu hættar að geta haft eðlilegar blæðingar, botoxaðar fimmtugar konur sem líta út eins og 25 ára (sumar reyndar bara eins og skrímsli eða eitthvað í þá áttina) og fótósjoppaðar Hollywood stjörnur sem líta út eins og plastdúkkur – þarf að halda manni við efnið með bolaframleiðslu líka?
Það varð allt vitlaust útaf þessum bol – algjörlega skiljanlega – og var hann tekinn úr sölu strax. Hilton reyndi svo að koma með eina ömurlegustu afsökunarbeiðni í heimi – sjá hér – eins óeinlægt og hægt er…
Herra Hilton er hættur að vera kúl í mínum augum þó ég lesi enn bloggið hans. Enda allt of mikill slúðurfíkill…
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.