Ég elska að setjast í sófann minn, slaka á með kaffi og fletta í gegnum tísku- og hönnunartímarit til að fá hugmyndir og hvort sem ég er að horfa á sjónvarp eða fletta blöðum þá tek ég alltaf eftir fallegum myndum og flottri stíliseringu.
Ef ég hrífst af myndatökunni þá rennur augað alltaf í leit eftir nafni ljósmyndarans og nafnið Per Gunnarsson kemur ansi oft upp í hönnunartímaritum fyrir heimili.
Per Gunnarsson er sænskur ljósmyndari með mjög gott auga, verulega vandvirkur og myndirnar hans eru ávallt skemmtilegar, bjartar og bera skandinavískan keim. Kúnnalistinn hans er heldur ekki af verri endanum enda starfar hann fyrir allnokkur tímarit má þar nefna Hus & Hem, Sköna Hem, Vtwonen, Ikea, Bo Bedre, Elle interiör og Living etc.
Smelltu til að kíkja á myndirnar hans:
http://www.pgfotograf.com/
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.