Það getur verið dýrt að vera pjattrófa – ég er til dæmis algjör sjoppaholikk og skartgripir, kjólar, skór og varalitir eru mínir helstu óvinir þegar ég er að reyna að spara!
Ég gæti aldrei farið í gegnum heilan mánuð án þess að kaupa mér ný föt. Ég kaupi mér reyndar sjaldnast dýr föt en ég kaupi aaansi mikið af þeim. Þar sem ég er að fara í utanlandsferð um mánaðarmótin er ég búin að vera í miklu sparnaðarátaki uppá síðkastið og hér langar mig að deila nokkrum slíkum.
1. KOLAPORTIÐ!
Það hefur hjálpað mér sem fatafíkli lang mest. Ég fer aldrei tómhent úr Kolaportinu og lang oftast með mjög flott föt. T.d keypti ég æðislegan myntugrænan heklaðan kjól seinustu helgi á 300 krónur! – Það er ódýrara en að taka strætó! Svo fékk ég Levi’s gallajakka á 500 kr. Gefðu þér tíma í að leita og þú finnur örugglega eitthvað flott!
2. Ekki vera með allan peninginn þinn inni á korti
Peningurinn verður svo ósýnilegur þannig. Hafðu hann á öðrum reikningi og skammtaðu þér peninginn.
3. Ekki eyða öllu í mat
Það er rosalega auðvelt að spara í matarinnkaupum. Allir þurfa að borða að það er staðreynd en ef maður kaupir sér skyndibita (subway og kók t.d) nokkrum sinnum í viku er þetta ansi fljótt að safnast upp. Segjum að hver skyndibitamáltíð kosti um 1000 – 1500 kr.
4. Núðlur
Í hvert skipti sem þig langar í skyndibita – fáðu þér núðlur í staðin. Þær kosta um 10-30 kr. í Bónus. Þær eru ekki næringaríkasti maturinn en það er alltí lagi inná milli! Ef þú gerir þetta nokkrum sinnum máttu með góðri samvisku kaupa þér kjól!
5. Notaðu fataskáp vinkvenna þinna!
Til þess eru vinkonur! Fáðu lánuð föt og lánaðu þín. Þá eruð þið alltaf í nýjum fötum. Að minnsta kosti nýjum fyrir þig og það er skemmtilegt.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.