Hinn mikli meistari Warren Buffet er bandarískur viðskipta frumkvöðull og fjárfestir sem hefur getið sér gott orð á undanförnum áratugum enda með afbrigðum flottur karl.
Hér eru nokkur af hans bestu ráðum varðandi fjármálin og deili hér. Ef við förum eftir þessu þá ætti nú eitthvað að glæðast.
- Um tekjur: „Aldrei reiða þig bara á eina innkomu, fáðu þér aukavinnu, finndu leiðir til að hafa tvær innkomur.”
- Um eyðslu: „Ef þú kaupir hluti sem þú þarft ekki muntu fljótlega þurfa að selja þá til að eiga fyrir því sem þú þarft.”
- Um sparnað: „Ekki spara það sem verður eftir þegar þú ert búin að eyða. Eyddu frekar því sem stendur eftir þegar þú hefur lagt fyrir.”
- Um að taka áhættu: „Aldrei kanna dýpt vatnsins með báðum fótum.”
- Um fjárfestingar: „Aldrei leggja öll eggin í sömu körfuna.”
- Um væntingar: „Hreinskilni er dýr gjöf, ekki vænta hennar frá ódýru (cheap) fólki.”
Það er nokkuð ljóst að Warren Buffet er klár maður sem gefur góð ráð og það ætti alls ekki að vera erfitt að fara eftir þeim, bara spurning um að taka sig á og prófa og ég er nokkuð viss um að þu munir njóta velgengni í því sem þú sækist eftir. Byrjaðu bara strax.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.