Spænska leikkonan Penelope Cruz tekur sig vel út í mjög skemmtilegu dagatali sem Campari lét gera fyrir árið 2013 en hér er stiklað á stóru yfir allskonar skrítna hjátrú.
Í dagatalinu má sjá Penelope með svörtum köttum, ganga undir stiga, brjóta spegla og spenna regnhlífar upp innandyra. Á meðan á þessu stendur er hún klædd í dýrðlegan fatnað frá m.a Vivienne Westwood og Ferragamo og ber skart frá Chopard ofl.
Áður hefur Campari gefið út mjög flott dagatöl með dýrðar dömum á borð við Sölmu Hayek, Evu Mendes, Jessicu Alba og Millu Jovovich.
Flettu albúminu og lestu meira um hjátrúnna, svo er bara að fara varlega í dag…
Myndir: Kristian Schuller / Campari
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.