Sjónvarpskonan Peaches Geldorf, yngri dóttir Bobs Geldorf og Paulu Yates, er látin, 25 ára.
Lögregla segist hafa verið kölluð til að Wrotham, í Kent eftir að þeim bárust ábendingar um að hætt væri komið fyrir ungri konu þar í bæ.
Konan, sem var nær dauða en lífi, reyndist vera hin 25 ára gamla Peaches Geldorf og var hún skömmu síðar tilkynnt látin af sjúkraflutningamönnum á leið á nærliggjandi spítala.
Engar skýringar eru á dauða Peaches en hún kom síðast opinberlega fram á tískusýningu í London í síðustu viku.
Peaches fæddist árið 1989 og var skírð Peaches Honeyblossom Geldof. Hún hóf snemma fjölmiðlastörf, eða aðeins 15 ára, þegar hún fór að skrifa pistla í Elle.
Hún fór að heiman aðeins sextán ára og hefur bæði skrifað fyrir The Telegraph og Guardian. Hún hefur líka starfað sem fyrirsæta. Peaches var gift tónlistarmanninum Thomas Cohen og átti með honum tvo syni, þá Astala, sem er tæplega tveggja ára og Phaedra sem verður eins árs í þessum mánuði.
Peaches missti sjálf móður sína þegar hún var aðeins ellefu ára, en mamma hennar, Paula Yates, lést úr of stórum skammti eiturlyfja árið 2000.
Í viðtali við Elle segist Peaches aldrei hafa komist yfir dauða móður sinnar. Hún segir pabba sinn hafa hvatt þær systur til að halda áfram með lífið eins og ekkert hefði í skorið, eða eins og bretinn orðar það “Keep Calm and Carrie On” en þetta hafi leitt til þess að hún hafi farið mjög úr andlegu jafnvægi.
“Svo ég fór bara í skólann og reyndi að láta eins og ekkert hefði í skorist. En þetta gerðist auðvitað. Ég náði samt ekkert að syrgja. Ég grét ekki einu sinni í jarðarförinni. Ég kom engum tilfinningum frá mér fyrr en fimm eða sex árum seinna. Þá braust sorgin fram,” sagði Peaches í viðtalinu og hún sagðist jafnframt hafa verið mjög dofin.
Það síðasta sem Peaches birti á Twitter síðunni sinni var mynd af mömmu sinni með hana sjálfa í fanginu sem ungabarn.
Hún lætur eftir sig eiginmann og syni, föður sinn Bob Geldorf og systurnar Fifi Trixiebelle og Pixie og yngri hálfsystur Tiger Lily.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.